Monday, February 23, 2009

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 13. og 14. mars næstkomandi.
Þetta blogg er fyrst og fremst ætlað að kynna mig og hvað ég stend fyrir.
Íslenska þjóðin stendur á tímamótum um þessar mundir. Taka þarf veigamiklar ákvarðanir næstu misserin um hvernig endurreisninni verður háttað. Tryggja þarf stöðu heimilanna í landinu og starfsumhverfi fyrirtækja.
Í þessu samhengi eru efnahags- og gjaldeyrismál efst á baugi. Í framhaldinu tekur meðal annars við hvort leiðin liggi í Evrópusambandið.
Sjálfur tel ég okkur best borgið utan sambandsins á eigin forsendum.
Við þurfum að horfa inn á við og nýta þann mikla kraft sem í þjóðinni býr. Með eljusemi og þrótti munum við rísa upp aftur „stétt með stétt" . Það gerum við með öðrum þjóðum á grundvelli sjálfstæðis okkar og frelsis í viðskiptum. Að þessu er ég tilbúinn að vinna.
VAV

2 comments:

  1. Áfram Valdi!
    Líst vel á þetta. Loksins ertu farinn að blogga. Nú bíð ég spennt eftir fleiri færslum

    hrp

    ReplyDelete
  2. Til hamingju með bloggið!

    Flott mál

    HDM

    ReplyDelete